Innlent

Kemur ekki til greina að Samfylkingin annist ein aðildarviðræðurnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ekki koma til greina að fela Samfylkingunni einni umboð til að fara í viðræður um aðild Íslands að Evrópusamgandinu. Hann segir einnig að ef rétt reynist, og ríkisstjórnin ákveði að fela þinginu að taka ákvörðun um hvort hefja eigi viðræður, sé það heldur rýr uppskera eftir tíu daga vinnu.

„Almennt líst mér frekar illa á það að þessi stjórn, sem á eftir að taka margar erfiðar ákvarðanir, ætlar að láta stjórnarandstöðuna um að leysa úr ágreiningsmálum sínum," segir Sigmundur. „En varðandi þessi Evrópumál geri ég ráð fyrir að þingið geti samþykkt aðildarviðræður við Evrópusambandið. En það nær hins vegar ekki lengra ef hugmyndin er sú að þingið feli síðan Samfylkingunni umboð til þess að annast þessar viðræður, því það sé ég ekki fyrir mér að geti gerst," segir Sigmundur og bætir við að aðildarviðræður séu ekki framkvæmanlegar nema ríkisstjórnin öll sé á bakvið þær.

„Þetta yrði því ekkert nema svona almennt orðuð þingsályktunartillaga um að það beri að sækja um aðild. Það er ekkert gagn í því ef ríkisstjórnin er síðan ekki samstíga um þetta því þingið myndi ekki fela Samfylkingunni einni umboð til þess að annast samningana. Þá er enginn til þess að fara í viðræður."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×