Poppstjarna opnar fiskbúð 2. maí 2009 05:00 Opnar á mánudag stórglæsilega fiskbúð og veitingastað uppi á Höfða og fullyrðir vitaskuld að staðurinn sá verði sá flottasti á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað.fréttablaðið/stefán „Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
„Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira