Poppstjarna opnar fiskbúð 2. maí 2009 05:00 Opnar á mánudag stórglæsilega fiskbúð og veitingastað uppi á Höfða og fullyrðir vitaskuld að staðurinn sá verði sá flottasti á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað.fréttablaðið/stefán „Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
„Við munum einhenda okkur í að fá vínveitingaleyfið hið fyrsta. Svo maður þurfi nú ekki að vera hér edrú alla daga. Það hefur aldrei farið mér mjög vel að vera alveg edrú. Mjúkur er ég langbestur,“ segir Ragnar Gunnarsson, öðru nafni Raggi Sót í Skriðjöklunum. Raggi hefur nú vent sínu kvæði í kross. Frægastur er hann fyrir að fara fyrir hinum akureyrsku Skriðjöklum en hefur samhliða því að vera poppstjarna rekið járnabindingafyrirtæki. Nú ætlar Raggi að reyna fyrir sér í veitingarekstri. Hann opnar fiskbúð á mánudaginn en þar verður einnig veitingastaður – borð fyrir 20 til 30 gesti. En aðallega er búðin hugsuð fyrir hinar vinnandi stéttir, þær sem starfa í Höfðahverfinu, þannig að þær geti tekið með sér hina ýmsu fiskrétti sem Raggi lofar að verði sannkallað lostæti. Fiskbúðin/veitingastaðurinn hefur fengið nafnið Bryggjuhúsið. „Já, það er nú þannig að ég er fæddur og uppalinn í Bryggjuhúsinu á Akureyri. Og þess vegna er nú þetta nafn. Svo býður þessi búð upp á gott útsýni yfir bryggjuhverfið í Reykjavík þannig að nafngiftin var ekki úr vegi.“ Aðspurður tekur Raggi því víðs fjarri að þessi bransi sé sér ókunnugur með öllu. „Nei, nei, nei, pabbi var með útgerð. Smábátaútgerð og fiskaði. Svo keypti hann sér gamlan lögreglubíl og keyrði með fiskinn út í sveitir. Og seldi á hlaðinu. En það var eitt við þennan lögreglubíl að pabbi ætlaði aldrei að læra að fara inn í hann að framan. Var svo vanur að fara inn aftan megin,“ segir þessi nýjasti fiskikóngur á höfuðborgarsvæðinu og kímir. Hann bætir því við að þegar frægt karlaathvarf var rekið í Dugguvogi var hann vert, þjónn, kokkur og allt í senn. „Klúbburinn var meðal annars svona vinsæll af því að þar fengu menn svo gott að borða,“ segir Raggi. Og krefst þess að einnig verði sagt frá því að í Bryggjuhúsinu verði útlærð smurbrauðsdama sem sér um að framreiða slíkt fínerí. Á verði sem gerir fólki kleift að leyfa sér það af og til. „Ég mun kaupa hráefni hér og þar, stefni að því að kaupa fisk á markaði og vinna hann. Er með ágæta karla í það í Hafnarfirði. Já, ég fullyrði að þetta verður ein flottasta fiskbúð landsins.“ Nokkuð hefur borið á því að fiskbúðir bjóði upp á aukið úrval og Raggi segir samkeppnina af hinu góða. Verði til þess að menn vandi sig og leiti betra vöruverðs. En þetta hljóta að vera viðbrigði fyrir Ragga að fara í slorið – hann sem sjálfur er náttúrulega fyrst og fremst frægur sem poppstjarna. „Já, en þær þurfa náttúrulega að lifa eins og aðrir. Þannig að við prófum þetta. Annars getur vel verið að maður þurfi að taka fram míkrófóninn með þessu ef ekki verður nóg að gera. Ekki vantar eftirspurnina. Já, eða að vertinn syngi nokkra sjóaraslagara í búðinni.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira