Innlent

Húsleit hjá Hannesi Smárasyni

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit að Fjölnisvegi 9 og 11 í morgun en þau hús eru skráð á eiginkonu Hannesar Smárasonar annarsvegar og hinsvegar á eignarhaldsfélag sem er í eigu Hannesar. Einnig var gerð húsleit hjá lögfræðistofunni Logos í tengslum við málið.

Samkvæmt heimildum fréttastofu beinist rannsóknin að hugsanlegum skattalagabrotum tengdum nokkrum félögum sem tengjast FL Group og Hannesi Smárasyni. Rannsókn er á frumstigi.

Það hefur verið margt um manninn á Logos í morgun því menn frá embætti sérstaks saksóknara gerðu þar einnig húsleit í morgun í tengslum við kaup sjeiksins Al Thani á 5% hlut í Kaupþingi, líkt og Vísir hefur greint frá.

Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri Logos er stjórnarmaður í félagi sem Hannes á og einn nánasti viðskiptafélagi Hannesar Smárasonar.

Í samtali við Vísis segist Gunnar Sturluson ekki vera einn nánasti viðskiptafélagi Hannesar. Hann hafi setið í stjórn í félögum Hannesar, en sé þar ekki lengur.

Hannn staðfestir að umræddar húsleitir hafi farið fram hjá Logos í morgun en þær séu alls óskyldar. Hann segir að að þeir sem hafi framkvæmt húsleitirnar hafi fengið þau gögn afhent sem þeir höfðu heimild samkvæmt úrskurði héraðsdóms.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×