Innlent

Hentu Molotov kokteil í upplýsingaskilti fyrir ferðamenn

Kveikt var í upplýsingaskilti fyrir ferðamenn við útsýnispallinn í hlíðum Eldfells í Vestmannaeyjum síðastliðið sunnudagskvöld. Við rannsókn lögreglu bárust böndin fljótlega að þremur mönnum um tvítugt sem höfðu keypt bensín fyrr um kvöldið á bensínstöð í bæjarfélaginu.

Þeir viðurkenndu hafa hent svokölluðum Molotov kokteil í skiltið. Þremenningarnir gáfu þá skýringu á hegðun sinni að þeir hafi verið að leita að spennu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×