Enski boltinn

Eboue getur sjálfum sér um kennt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eboue eftir að hann fékk rauða spjaldið í leiknum gegn Tottenham.
Eboue eftir að hann fékk rauða spjaldið í leiknum gegn Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Arsene Wenger segir að Emmanuel Eboue eigi sjálfur sök á því að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Arsenal og Tottenham um síðustu helgi.

Eboue fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa tvívegis verið áminntur strax í fyrri hálfleik. Wenger sagði að hann yrði að hafa stjórn á skapi sínu.

„Hann hafði enga tilfinningu fyrir því hversu langt hann mátti ganga," sagði Wenger í samtali við enska fjölmiðla. „Það var óheppilegt þegar hann fékk fyrri áminninguna en hann gat ekkert kvartað undan síðara spjaldinu."

Eboue hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu. Honum var meira að segja skipt af velli eftir að hafa komið inn á sem varamaður í leik gegn Wigan þann 6. desember síðastliðinn.

Hann missir af leik Arsenal gegn Cardiff í ensku bikarkeppninni á mánudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×