Innlent

Formaður KSÍ kvartaði yfir fjögurra stjörnu hóteli

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vill ekki bíða í biðröð eftir morgunmatnum. Það fékk enska knattspyrnusambandið að vita.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, vill ekki bíða í biðröð eftir morgunmatnum. Það fékk enska knattspyrnusambandið að vita.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sendi kvörtun til enska knattspyrnusambandsins þegar hann var eftirlitsmaður á vegum Knattspyrnusambands Evrópu á leik Arsenal og AZ Alkmaar í meistaradeildinni í nóvember. Ástæðan var sú að hann var ósáttur við fjögurra stjörnu hótelið sem hann gisti á.

Þetta kemur fram í breska blaðinu Daily Mirror. Þar er þess getið að þetta sé í fyrsta sinn sem enska knattspyrnusambandið fær kvörtum frá eftirlitsmönnum Knattspyrnusambands Evrópu.







Geir gisti á fjögurra stjörnu hótelinu Holiday Inn á Kings Cross og beindist óánægja Geirs að tvennu, Annars vegar þurfti hann að greiða fyrir aðgang að interneti á hótelinu og hins vegar þurfti hann að bíða í röð í morgunmatnum. Blaðið lætur þess getið að í ljósi efnahagsástandsins sé augljóslega erfitt að gera Geir til hæfis.

Geir hefur verið í sviðsljósinu undanfarið vegna ferðar Pálma Jónssonar, fjármálastjóra sambandsins, á súlustað í Sviss og milljónaúttekt hans á kreditkorti sambandsins á sama stað. KSÍ ákvað að gera ekkert í því máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×