Innlent

Blá kosningatjöld í Hafnarfirði

Frá kosningunum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint
Frá kosningunum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint

„Þau eru varla hreinblá, eiginlega frekar gráblá," segir Jóna Ósk Guðjónsdóttir, yfirmaður kjörstjórnar í Hafnarfirði en kjósendur hafa sett sig í samband við Vísi í dag og bent á að tjöldin fyrir kjörklefunum Í Setbergsskóla séu blá.

Einn vildi meina að um áróður á kjörstað væri að ræða. Þess má geta að blá tjöld sem hengu í kjörklefunum í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2007 voru kærð til kjörstjórnar. Í kjölfarið var ákveðið að hafa tjöldin hvít.

„Það hefur enginn gert athugasemd við tjöldin hjá okkur. Það er líka erfitt að finna einhvern annan lit, nema þá kannski hafa þau svört eða hvít, og varla að það dugi," segir Jóna Ósk en kjördagurinn hefur gengið snurðulaust fyrir sig.

Hún segir að kjörsókn í Hafnarfirði ívið betri en fyrir tveimur árum. Fjögur prósent fleiri hafa kosið nú en árið 2007. Þá var kjörsókn um fimmtíu prósent í Hafnarfirði.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×