Innlent

Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. kynntu hugmyndirnar á blaðamannafundi í dag.  Mynd/ Vilhelm.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. kynntu hugmyndirnar á blaðamannafundi í dag. Mynd/ Vilhelm.

Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag. Einstaklingar sem eru með undir 270 þúsund krónur í tekjur og hjón með undir 540 þúsund í samanlagðar tekjur munu greiða lægri tekjuskatt en þau gera nú.





Í 1. þrepi legst 24,1% skattur á tekjur undir 200 þúsund krónum.

Í 2. þrepi leggst 27% skattur á tekjur frá 200 - 650 þúsund krónum.

Í 3 þrepi leggst 33% skattur á tekjur yfir 650 þúsund krónum.

Í þeim tilfellum þar sem ein fyrirvinna er með yfir 650 þúsund krónur í tekjur, en aðrir á heimilnu hafa enga tekjur, getur sá hinn sami sótt um að vera færður niður um skattaþrep.








Tengdar fréttir

Skattatillögurnar kynntar í dag

Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til aukafundar í morgun til að fara yfir skattatillögur ríkisstjórnarinnar, sem verða kynntar klukkan þrjú í dag í Þjóðminjasafninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×