Erlent

Lýsa yfir ábyrgð á hótelsprengingum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglumenn á vettvangi eftir sprengingarnar 17. júlí.
Lögreglumenn á vettvangi eftir sprengingarnar 17. júlí. MYND/AFP/Getty Images

Hópur, sem segist vera indónesískur armur al Qaeda-hryðjuverkasamtakanna, hefur lýst yfir ábyrgð á hótelsprengingunum sem urðu níu manns að bana í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, um miðjan mánuðinn. Yfirlýsing frá hópnum birtist á nokkrum vefsíðum íslamskra öfgamanna í gær. Sagði þar meðal annars að árásin hefði beinst gegn Bandaríkjamönnum sem dvöldu á öðru hótelinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×