Erlent

Lögreglumaður lést í sprengjutilræði

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Baskar hafa drepið yfir 800 manns í árásum sínum á Spáni.
Baskar hafa drepið yfir 800 manns í árásum sínum á Spáni.

Varðstjóri í spænsku lögreglunni lést í dag eftir að bílasprengja sprakk í borginni Bilbao í Baskalandi. Yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu kenna ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, um tilræðið.

ETA hefur lengi barist fyrir sjálfstæðu ríki Baska og hafa alls 800 manns misst lífið í árásum þeirra síðustu 40 ár. Samtökin bundu endi á friðarviðræður við yfirvöld þegar þau gerðu sprengjuárás í Madríd árið 2006. Þetta er fyrsta banatilræði þeirra í um hálft ár.

Zapatero, forsætisráðherra landsins, segist aldrei munu sætta sig við aðgerðir af þessu tagi, þó hættan af þeim kunni að vera til staðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×