Íslenski boltinn

Guðjón Árni: Kristján sagði mér að skora í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur.
Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur. Mynd/Anton

Guðjón Árni Antoníusson tók við fyrirliðabandinu í Keflavíkurliðinu eftir að liðið missti Hólmar Örn Rúnarsson í meiðsli og hann hélt upp á það með því að koma sínu liði yfir í 3-0 sigri á Val í kvöld.

„Það var mjög gott að komast yfir og við ætluðum að setja á þá fyrstir. Við náðum því,hefðum getað sett annað mark fljótlega á eftir en við settum það seinna," sagði Guðjón og bætti við: "Þriðja markið drap þetta alveg og þetta var þægilegt eftir það," sagði Guðjón.

Guðjón fékk skýr skilaboð frá þjálfaranum fyrir leikinn. „Kristján sagði mér að skora í dag og ég bara gerði það," sagði Guðjón Árni í léttum tón.

Guðjón var ánægður með Hörð Sveinsson sem kom hungraður inn í byrjunarliðið í fyrsta sinn í sumar og skoraði tvö mörk. „Hörður svaraði kallinu og sýndi hvernig á að gera það sem er inn á vellinum," sagði Guðjón.

Keflavík hefur byrjað sumarið vel á heimavelli sínum með góðum sigri á FH og Val. „Við viljum fara í alla leiki til að vinna en það er lágmark að menn leggi sig extra mikið fram á heimavelli. Það er frábært að vera búnir að vinna bæði Val og FH," sagði Guðjón að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×