Hannar dúkkur fyrir börn með aðskilnaðarkvíða 18. apríl 2009 04:30 Oddný Magnea og dóttir hennar með nokkrar af dúkkunum. Oddný heldur á dúkku sem hún gerði eftir sjálfri sér.fréttablaðið/valli Vöruhönnuðurinn Oddný Magnea hannar dúkkur sem líkjast mæðrum barna. Þannig verður auðveldara fyrir börn að afbera fjarvist móðurinnar. „Dúkkugerðin byrjaði þannig að ég á litla frænku sem er með aðskilnaðarkvíða. Sálfræðingur benti móðurinni á þessa leið: Að láta gera dúkku sem líktist henni til að láta barnið hafa þegar hún færi út í búð eða í göngutúr. Í raun og veru kemur dúkkan þannig í staðinn fyrir mömmuna á meðan hún er í burtu,“ segir Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir vöruhönnuður. Dúkkur hennar, sem hannaðar eru með það að markmiði að líkjast mæðrum barnanna, hafa notið vinsælda en hún segir að fyrsta dúkkan sem hún hannaði hafi einfaldlega spurst út og hún hafi því farið að taka pantanir. „Ég fæ ljósmynd af mæðrunum og fæ jafnframt að vita hver uppáhaldslitur þeirra er til að nota í kjólinn til dæmis. Yfirleitt er ein mynd nóg en hún verður þá að vera dæmigerð fyrir útlit móðurinnar, með hennar brosi og þvíumlíkt. Ég nota einkennandi svipbrigði móðurinnar sem ég handmála, augnlit hennar og háralit. Einnig líki ég eftir klæðaburði hennar ef því er til að dreifa. Til að mynda var móðir sem bað mig um að gera dúkku eftir sér en hún býr í Los Angeles og gengur dagsdaglega í fínum Prada-kjólum og slíku. Hún sendi mér nokkra kjóla sem hún vildi að ég notaði sem fyrirmynd,“ segir Oddný og segir að það sé merkilegt hverju ná megi fram í andlitinu með því að líkja eftir augabrúnum, lagi augnanna og brosi. „Fyrstu dúkkuna hannaði ég í febrúar en þetta hefur spurst hratt út. Dúkkurnar sem ég geri eru handgerðar frá A-Ö og engin þeirra er eins, enda verða þær ekki eins þegar fyrirmyndirnar eru ólíkar.“ Oddný er með heimasíðuna oddny.com en dúkkurnar eru til í þremur stærðum eftir því hversu stór eigandinn er. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Oddný Magnea hannar dúkkur sem líkjast mæðrum barna. Þannig verður auðveldara fyrir börn að afbera fjarvist móðurinnar. „Dúkkugerðin byrjaði þannig að ég á litla frænku sem er með aðskilnaðarkvíða. Sálfræðingur benti móðurinni á þessa leið: Að láta gera dúkku sem líktist henni til að láta barnið hafa þegar hún færi út í búð eða í göngutúr. Í raun og veru kemur dúkkan þannig í staðinn fyrir mömmuna á meðan hún er í burtu,“ segir Oddný Magnea Arnbjörnsdóttir vöruhönnuður. Dúkkur hennar, sem hannaðar eru með það að markmiði að líkjast mæðrum barnanna, hafa notið vinsælda en hún segir að fyrsta dúkkan sem hún hannaði hafi einfaldlega spurst út og hún hafi því farið að taka pantanir. „Ég fæ ljósmynd af mæðrunum og fæ jafnframt að vita hver uppáhaldslitur þeirra er til að nota í kjólinn til dæmis. Yfirleitt er ein mynd nóg en hún verður þá að vera dæmigerð fyrir útlit móðurinnar, með hennar brosi og þvíumlíkt. Ég nota einkennandi svipbrigði móðurinnar sem ég handmála, augnlit hennar og háralit. Einnig líki ég eftir klæðaburði hennar ef því er til að dreifa. Til að mynda var móðir sem bað mig um að gera dúkku eftir sér en hún býr í Los Angeles og gengur dagsdaglega í fínum Prada-kjólum og slíku. Hún sendi mér nokkra kjóla sem hún vildi að ég notaði sem fyrirmynd,“ segir Oddný og segir að það sé merkilegt hverju ná megi fram í andlitinu með því að líkja eftir augabrúnum, lagi augnanna og brosi. „Fyrstu dúkkuna hannaði ég í febrúar en þetta hefur spurst hratt út. Dúkkurnar sem ég geri eru handgerðar frá A-Ö og engin þeirra er eins, enda verða þær ekki eins þegar fyrirmyndirnar eru ólíkar.“ Oddný er með heimasíðuna oddny.com en dúkkurnar eru til í þremur stærðum eftir því hversu stór eigandinn er.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Sjá meira