Innlent

Mennirnir enn í haldi lögreglu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan handtók tvo menn í morgun.
Lögreglan handtók tvo menn í morgun.

Mennirnir tveir sem handteknir voru við Alþingi í morgun eftir að þeir brutu öryggismyndavél við húsið eru enn í haldi lögreglunnar. Búist er við því að teknar verði skýrslur af mönnunum síðar í dag og þeim síðan sleppt, eins og venja er í málum af þessu tagi.











Myndavélin sem eyðilagðist. Mynd/ Egill.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu að fjöldi þeirra sem hefðu verið handteknir í mótmælum að undanförnu væri innan við 10. Málum tveggja þeirra væri lokið og hefði þeim lokið með sektargerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×