Innlent

Vilja klára málið fyrir fulltrúaráðsfundinn á morgun

Sjálfstæðismenn í Kópavogi ætla að reyna að hittast í dag til þess að ræða um hver verði eftirmaður Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra. Sem kunnugt er mun Gunnar hafa boðið sínum flokksmönnum að stíga til hliðar til þess að greiða fyrir meirihlutasamstarfi Sjáflstæðis- og Framsóknarflokks í bænrum. Óvíst er hver sest í stól Gunnars en menn vilja vera búnir að klára það mál fyrir fulltrúaráðsfund flokksins sem fram fer á morgun.

Þetta herma heimildir fréttastofu. Líkt og komið hefur fram í fréttum kom upp mikil óánægja með veru Gunnars sem bæjarstjóri eftir skýrslu Deloitte um viðskipt bæjarins við fyrirtækið, Frjálsa miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars. Framsóknarmenn íhuguðu að slíta samstarfinu ef Gunnar myndi ekki stíga til hliðar.

Gunnsteinn Sigurðsson sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi er talinn hugsanlegur eftirmaður Gunnars. Þá hefur Ármann Kr. Ólafsson fyrrum alþingismaður og þriðji maður á lista í Kópavogi einnig verið nefndur.

Málið verður rætt á fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi á morgun og búist er við niðurstöðu eftir þann fund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×