Innlent

Fundar með norrænum ráðherrum í dag

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, fundar með Norrænum starfsbræðrum sínum á Egilsstöðum í dag en um er að ræða reglubundinn samráðsfund ráðherranna.

Íslendingar gegna nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en meðal þess sem rætt verður um í dag er möguleg aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu og undirbúningur hennar. Ráðherrarnir hittust síðast á Hnattvæðingarþingi í Bláa lóninu í febrúar.

Boðað hefur verið til blaðamannfundar á morgun en að þeim fundi loknum fara ráðherrarnir í stutta skoðunarferð um Fljótsdalshérað áður en þeir halda af landi brott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×