Innlent

Harður árekstur á Reykjanesbraut - grunur um ölvun

Harður árekstur.
Harður árekstur.

Harður árekstur varð á Reykjanesbraut nálægt Ikea í Garðabæ nú fyrir stundu. Samkvæmt lögreglunni eru menn enn á vettvangi en ekki er ljóst hvort ökumenn séu illa slasaðir.









Eins og má sjá af myndum þá virðist áreksturinn hafa verið harður. Um er að ræða þriggja bíla árekstur.









Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá leikur grunur á að um ölvunarakstur sé að ræða.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×