Lífið

Leita að dönsurum

Dansvæn hljómsveit.
fréttablaðið/arnþór
Dansvæn hljómsveit. fréttablaðið/arnþór

Hljómsveitin Dynamo Fog leitar nú logandi ljósi að framtíðardönsurum til að stíga þokkafullan dans á tónleikum sínum. „Frá því að við byrjuðum að koma fram síðasta haust höfum við verið með dansara með okkur á tónleikum og núna vantar okkur nýja dansara,“ segir bassaleikarinn Axel Árnason.

Sveitin leitar að tveimur stúlkum sem eru til í að vera hluti af hljómsveitinni. „Við erum að leita að metnaðarfullum stelpum sem hafa frumkvæði og vilja til að gera eitthvað skemmtilegt.“

Til að standast inntökupróf Dynamo Fog þurfa stúlkurnar að semja dans við nýjasta lag sveitarinnar, Hitch-hiker. Prófin verða haldin fyrir luktum dyrum og bendir Axel þeim stúlkum sem hafa áhuga á að hafa samband í gegnum síðu sveitarinnar, Myspace/dynamofog.

Næstu tónleikar Dynamo Fog verða líklega á Nasa með Sálinni eftir tæpan mánuð. Þangað til verður sveitin í upptökum á plötu sem kemur út í vor. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.