Íslenski boltinn

Hólmar Örn frá í 6-8 vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmark Keflavíkur gegn FH í fyrstu umferðinni.
Hólmar Örn Rúnarsson skoraði sigurmark Keflavíkur gegn FH í fyrstu umferðinni. Mynd/Víkurfréttir

Keflvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en nú er ljóst að Hólmar Örn Rúnarsson verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er ristarbrotinn.

Hólmar Örn fór meiddur af velli í hálfleik gegn Fylki í Árbænum í gær en þá var staðan markalaus. Fylkir vann svo leikinn, 2-0.

„Þetta gerðist á lokamínútu hálfleiksins. Ég steig niður og var að snúa mér þegar ég heyrði smell. Þetta er einfaldlega álagsbrot."

„Þetta er mikið áfall fyrir mig enda missi ég þar með af meirihluta tímabilsins. Ég hef nú aldrei áður lent í svona langtímameiðslum og hef verið heppinn með það."

Hann segir það vissulega hafa verið erfitt að þurft að fylgjast með sínum mönnum frá hliðarlínunni í gær. „Það var ekki gaman en ég þarf víst að venjast þessu. En ég hef ekki áhyggjur af Keflavíkurliðinu. Það kemur alltaf maður í manns stað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×