Innlent

Fyrrum stjórnendur Landsbankans bera alla ábyrgð á Icesave

Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, var viðskiptaráðherra á árunum 2006 til 2007.
Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, var viðskiptaráðherra á árunum 2006 til 2007.
Jón Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að fyrrverandi stjórnendur Landsbankans bera alla ábyrgð á Icesave reikningunum.

„Bresk stjórnvöld bera ábyrgð á árásinni á Íslendinga. Íslenskir stjórnmálamenn og ríkisstjórnir bera ábyrgð á löggjöf og regluumhverfi fjármálakerfisins, þar á meðal sá sem þessi orð ritar. Og eftirlitsstofnanir bera sína ábyrgð," segir Jón í pistli á vefsíðunni Pressan.is.

Jón segir að allir hafi verið sammála um að fylgja nákvæmlega þróun þessara mála í Evrópu og hafi verið kunnugt að fjármálakerfi og regluverk Evrópu væri í mótun og á viðkvæmu stigi. Um öll þessi mál hafi verið almenn samstaða á Alþingi, eins og greinilega hafi komið fram við ríkisstjórnarskipti síðustu ár. Aðalatriði Icesave málsins sé að skuldbindingar hafi þrefaldast á árinu 2008.

„Þeim óskum var ítrekað beint til Landsbankans að færa Icesave úr útibúi í dótturfélag. Með slíkum hætti færðust skuldbindingar með öllu frá Íslandi. Bankinn kvaðst vinna að þessu, m.a. á fyrstu mánuðum ársins 2008. Dregið hefur verið í efa að einbeittur hugur hafi fylgt máli í því, en reyndar hafa gengið óljósar sögur um átak á síðustu stundu."

Jón segir atburði og ákvarðanir í haust hafa valdið því að Icesave-málið sé ekki lengur bundið við innstæðutryggingasjóð heldur beinist að allri íslensku þjóðinni. Neyðarlögin og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda eigi þátt í þessu.

„Við gjöldum mistakanna en að hluta til eru Íslendingar beittir ofurefli," segir Jón að lokum.

Pistil Jóns er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×