Fyrrum stjórnendur Landsbankans bera alla ábyrgð á Icesave 18. júní 2009 11:32 Jón Sigurðsson, fyrrum formaður Framsóknarflokksins, var viðskiptaráðherra á árunum 2006 til 2007. Jón Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að fyrrverandi stjórnendur Landsbankans bera alla ábyrgð á Icesave reikningunum. „Bresk stjórnvöld bera ábyrgð á árásinni á Íslendinga. Íslenskir stjórnmálamenn og ríkisstjórnir bera ábyrgð á löggjöf og regluumhverfi fjármálakerfisins, þar á meðal sá sem þessi orð ritar. Og eftirlitsstofnanir bera sína ábyrgð," segir Jón í pistli á vefsíðunni Pressan.is. Jón segir að allir hafi verið sammála um að fylgja nákvæmlega þróun þessara mála í Evrópu og hafi verið kunnugt að fjármálakerfi og regluverk Evrópu væri í mótun og á viðkvæmu stigi. Um öll þessi mál hafi verið almenn samstaða á Alþingi, eins og greinilega hafi komið fram við ríkisstjórnarskipti síðustu ár. Aðalatriði Icesave málsins sé að skuldbindingar hafi þrefaldast á árinu 2008. „Þeim óskum var ítrekað beint til Landsbankans að færa Icesave úr útibúi í dótturfélag. Með slíkum hætti færðust skuldbindingar með öllu frá Íslandi. Bankinn kvaðst vinna að þessu, m.a. á fyrstu mánuðum ársins 2008. Dregið hefur verið í efa að einbeittur hugur hafi fylgt máli í því, en reyndar hafa gengið óljósar sögur um átak á síðustu stundu." Jón segir atburði og ákvarðanir í haust hafa valdið því að Icesave-málið sé ekki lengur bundið við innstæðutryggingasjóð heldur beinist að allri íslensku þjóðinni. Neyðarlögin og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda eigi þátt í þessu. „Við gjöldum mistakanna en að hluta til eru Íslendingar beittir ofurefli," segir Jón að lokum. Pistil Jóns er hægt að lesa hér. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Jón Sigurðsson, fyrrum viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að fyrrverandi stjórnendur Landsbankans bera alla ábyrgð á Icesave reikningunum. „Bresk stjórnvöld bera ábyrgð á árásinni á Íslendinga. Íslenskir stjórnmálamenn og ríkisstjórnir bera ábyrgð á löggjöf og regluumhverfi fjármálakerfisins, þar á meðal sá sem þessi orð ritar. Og eftirlitsstofnanir bera sína ábyrgð," segir Jón í pistli á vefsíðunni Pressan.is. Jón segir að allir hafi verið sammála um að fylgja nákvæmlega þróun þessara mála í Evrópu og hafi verið kunnugt að fjármálakerfi og regluverk Evrópu væri í mótun og á viðkvæmu stigi. Um öll þessi mál hafi verið almenn samstaða á Alþingi, eins og greinilega hafi komið fram við ríkisstjórnarskipti síðustu ár. Aðalatriði Icesave málsins sé að skuldbindingar hafi þrefaldast á árinu 2008. „Þeim óskum var ítrekað beint til Landsbankans að færa Icesave úr útibúi í dótturfélag. Með slíkum hætti færðust skuldbindingar með öllu frá Íslandi. Bankinn kvaðst vinna að þessu, m.a. á fyrstu mánuðum ársins 2008. Dregið hefur verið í efa að einbeittur hugur hafi fylgt máli í því, en reyndar hafa gengið óljósar sögur um átak á síðustu stundu." Jón segir atburði og ákvarðanir í haust hafa valdið því að Icesave-málið sé ekki lengur bundið við innstæðutryggingasjóð heldur beinist að allri íslensku þjóðinni. Neyðarlögin og yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda eigi þátt í þessu. „Við gjöldum mistakanna en að hluta til eru Íslendingar beittir ofurefli," segir Jón að lokum. Pistil Jóns er hægt að lesa hér.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira