Íslenski boltinn

Coventry vill landa Jóhanni

Mynd/Anton

Chris Coleman knattspyrnustjóri Coventry lét hafa það eftir sér í dag að hann vildi ólmur reyna að landa Blikanum Jóhanni Berg Guðmundssyni.

"Ef við náum í hann gæti vel verið að hann gæti spilað nokkra leiki fyrir okkur þó hann sé ef til vill ekki alveg tilbúinn enn. Hann er efnilegur leikmaður og það er mikilvægt að við náum samningum við hann. Stjórnarformaðurinn hefur unnið hörðum höndum að því að landa honum," var haft eftir Coleman í Coventry Telegraph í dag.

Jóhann var á reynslu hjá Coventry í vetur og var líka undir smásjánni hjá HSV í Þýskalandi.

Með Coventry leikur þegar einn íslenskur leikmaður, en það er Aron Einar Gunnarsson sem hefur átt fast sæti í liðinu í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×