Drekinn þarf 70-80 dollara olíuverð 4. apríl 2009 18:51 Olíuverð þyrfti að vera milli sjötíu og áttatíu dollarar tunnan og mikil olía að finnast til að menn ráðist í uppbyggingu á Drekasvæðinu, að mati sérfræðinga í Noregi. Minnst átta ár eru í að olíuvinnsla geti verið komin þar á fullt.Skip til nákvæmra hljóðbylgjumælinga verður það fyrsta sem olíufélög senda á Drekasvæðið eftir að leyfum verður úthlutað í haust. Síðan kæmu fljótandi leitarborpallar sem gætu þurft tvö til þrjú ár áður en menn ákveða að byggja upp vinnslusvæði. Fyrsta spurningin sem vaknar hjá Íslendingi er hvort það sé yfirhöfuð hægt, lengst útí norðurhöfum.Forstjórinn hjá Aker Stord, Jan-Tore Elverhaug, segir þá einmitt að vera að smíða pall fyrir svæði sem þetta, fljótandi vinnslupall fyrir StatoilHydro, sem fær það hlutverk að pumpa upp olíu og gasi úti fyrir Noregsströndum. Tvöþúsund metra dýpi á Drekanum er engin hindrun. Íslendingar geti fengið slíkt.Olíuverðið þyrfti eitthvað að hækka til að svona borgi sig. Sjötíu til áttatíu dollarar tunnan, áætlar Jan-Tore fyrir Jan Mayen-svæðið, svo fremi sem stór og gjöful lind finnist.Hjá Aker Solutions í Osló sýnir Linda Hanken verkfræðingur okkur dæmi um annarskonar lausn, að í stað fljótandi palls yrði fljótandi vinnsluskip á svæðinu, með lögnum til botns, sem er mikil breyting frá því þegar menn smíðuðu risastóra palla sem náðu 300 metra niður á botn. En hve langan tíma tæki að koma vinnslu í gang?Frá þeim tíma sem olíulindir finnast og olíufélög teljia svæðið arðbært þarf fjögur ár til að hanna og smíða vinnslupall og koma honum fyrir á svæðinu. Fjögur ár, segir Jan-Tore Elverhaug.Ef fjögur ár færu svo í olíuleitina gætum við verið að tala um vinnslu eftir átta ár, eða hvað? Linda Hanken telur raunhæfara að miða við að 10 til 15 ár séu þar til olíuframleiðsla geti hafist. Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Olíuverð þyrfti að vera milli sjötíu og áttatíu dollarar tunnan og mikil olía að finnast til að menn ráðist í uppbyggingu á Drekasvæðinu, að mati sérfræðinga í Noregi. Minnst átta ár eru í að olíuvinnsla geti verið komin þar á fullt.Skip til nákvæmra hljóðbylgjumælinga verður það fyrsta sem olíufélög senda á Drekasvæðið eftir að leyfum verður úthlutað í haust. Síðan kæmu fljótandi leitarborpallar sem gætu þurft tvö til þrjú ár áður en menn ákveða að byggja upp vinnslusvæði. Fyrsta spurningin sem vaknar hjá Íslendingi er hvort það sé yfirhöfuð hægt, lengst útí norðurhöfum.Forstjórinn hjá Aker Stord, Jan-Tore Elverhaug, segir þá einmitt að vera að smíða pall fyrir svæði sem þetta, fljótandi vinnslupall fyrir StatoilHydro, sem fær það hlutverk að pumpa upp olíu og gasi úti fyrir Noregsströndum. Tvöþúsund metra dýpi á Drekanum er engin hindrun. Íslendingar geti fengið slíkt.Olíuverðið þyrfti eitthvað að hækka til að svona borgi sig. Sjötíu til áttatíu dollarar tunnan, áætlar Jan-Tore fyrir Jan Mayen-svæðið, svo fremi sem stór og gjöful lind finnist.Hjá Aker Solutions í Osló sýnir Linda Hanken verkfræðingur okkur dæmi um annarskonar lausn, að í stað fljótandi palls yrði fljótandi vinnsluskip á svæðinu, með lögnum til botns, sem er mikil breyting frá því þegar menn smíðuðu risastóra palla sem náðu 300 metra niður á botn. En hve langan tíma tæki að koma vinnslu í gang?Frá þeim tíma sem olíulindir finnast og olíufélög teljia svæðið arðbært þarf fjögur ár til að hanna og smíða vinnslupall og koma honum fyrir á svæðinu. Fjögur ár, segir Jan-Tore Elverhaug.Ef fjögur ár færu svo í olíuleitina gætum við verið að tala um vinnslu eftir átta ár, eða hvað? Linda Hanken telur raunhæfara að miða við að 10 til 15 ár séu þar til olíuframleiðsla geti hafist.
Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira