Enski boltinn

Ferguson og Vidic bestir í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nemanja Vidic í leik með Manchester United.
Nemanja Vidic í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, og Nemanja Vidic, leikmaður félagsins, voru í dag útnefndir bestir í ensku úrvalsdeildinni í janúarmánuði.

Eins og frægt er hefur United ekki enn fengið á sig mark á nýju ári en liðið vann þar að auki alla leiki sína í síðasta mánuði. Vidic skoraði tvö mörk, í 3-0 sigri á Chelsea og 5-0 bursti United á West Brom.

Þetta er í 22. skiptið sem Ferguson hlýtur þessa viðurkenningu á sínum ferli en í fyrsta sinn hjá Vidic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×