Harmar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við framlögum frá Neyðarlínunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. mars 2009 17:28 Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka." Kosningar 2009 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira
Andri Óttarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, segist harma þau mistök sem urðu þegar að flokkurinn tók við fjárframlögum frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingu sem Andri hefur sent frá sér segir hann að framlagið hafi þegar verið endurgreitt og muni öll framlög sem stangist á við lög um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra verða endurgreidd. Yfirlýsing Andra er svohljóðandi: „Ríkisendurskoðun birti nýverið í fyrsta sinn útdrátt úr uppgjöri stjórnmálaflokka í samræmi við ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Lögin voru sett á þingi í lok árs 2006 og stóðu allir flokkar að setningu laganna. Með þeim voru gerðar mjög róttækar breytingar á fjármálum flokkanna, m.a. með því að setja skýrar kröfur um upplýsingaskyldu og gagnsæi, sem og ákvæði um hámarksframlag til flokka og skorður við því hverjir megi láta slík framlög af hendi rakna. Í ljós hefur komið að flestir flokkanna fóru á svig við ákvæði laganna hvað það varðar að þiggja framlög frá fyrirtækjum eða félögum í opinberri eigu. Sjálfstæðisflokknum urðu á nokkur slík mistök árið 2007 og veitti flokkurinn þannig viðtöku framlögum sem hann hefði með réttu átt að hafna þar sem um var að ræða félög í meirihlutaeigu hins opinbera. Í 6. gr. laganna er kveðið á um að slíkum aðilum sé óheimilt að styrkja stjórnmálaflokka. Fyrir hönd flokksins harma ég þessi mistök. Framlagið frá Neyðarlínunni hefur þegar verið endurgreitt og munu öll framlög sem stangast á við lögin verða endurgreidd til þeirra sem þau greiddu á sínum tíma. Að sama skapi munum við herða eftirlit og yfirfara verkferla í tengslum við viðtöku framlaga til þess að ganga úr skugga um að framlög komi frá aðilum sem hafa heimild lögum samkvæmt til þess að styrkja stjórnmálaflokka."
Kosningar 2009 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Sjá meira