Erlent

Scotland Yard vill endurskoðun óeirðalöggæslu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sir Paul Stephenson, yfirmaður Scotland Yard.
Sir Paul Stephenson, yfirmaður Scotland Yard.

Yfirmaður Scotland Yard í Bretlandi hefur fyrirskipað gagngera endurskoðun á starfsaðferðum lögreglu við óeirðir í kjölfar þess er mótmælandi lést af völdum hjartaáfalls meðan á mótmælum vegna G20-ráðstefnunnar stóð í London um mánaðamótin. Þá hefur kona úr hópi mótmælenda að auki lagt fram kæru vegna ofbeldis. Tveir lögreglumenn hafa verið leystir frá störfum vegna málsins og skoða rannsakendur nú upptökur úr öryggismyndavélum sem talið er að geti varpað ljósi á málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×