Forseti Alþingi, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, segir að Icesave-málið gæti klárast á mánudag, ef vilji sé fyrir hendi, og telur ófært annað en að það verði lögfest fyrir miðja næstu viku.
Ríkisábyrgðin naut stuðnings nær allra þingmanna nema framsóknarmanna við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu í gærkvöldi. Málið var þá á ný sent til fjárlaganefndar sem fundaði um það fyrri hluta dags.
Meginverkefni nefndarinnar nú er að fá það skýrt hvort fyrirvarar Alþingis haldi gagnvart Bretum og Hollendingum en fulltrúar InDefence-hópsins hafa lýst lýst efasemdum um það. Fjárlaganefnd fundar áfram um Icesave á mánudagsmorgun.