Enski boltinn

Ancelotti ætlar ekki til Chelsea í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / AFP

Carlo Ancelotti segir ekkert hæft í þeim staðhæfingum sem hafa birst í enskum fjölmiðlum um að hann muni taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá Chelsea nú í sumar.

Gengið var frá ráðningu Guus Hiddink í vikunni og mun hann stýra Chelsea til loka tímabilsins. Hann mun þó ekki halda áfram í því starfi þar sem hann ætlar þá að einbeita sér að rússneska landsliðinu og undirbúningi þess fyrir HM 2010.

„Ég er ekki að hugsa um að fara," sagði Ancelotti í samtali við ítalska fjölmiðla. Hann staðfesti þó að Chelsea hafi áður reynt að fá sig til félagsins.

„Ég hitti Roman Abramovich (eiganda Chelsea) í sumar en ég vildi ekki fara frá AC Milan. Það sama er upp á teningnum nú."

Frank Rijkaard hefur verið orðaður við stjórarstöðuna hjá AC Milan en þykir nú einna líklegastur til að taka við Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×