Innlent

Málningu skvett á hús Hannesar

Málari var strax fenginn að húsi fjölskyldu Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi til að afmá rauða málningu sem skvett var á húsið.Fréttablaðið/Pjetur
Málari var strax fenginn að húsi fjölskyldu Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi til að afmá rauða málningu sem skvett var á húsið.Fréttablaðið/Pjetur

Rauðri málningu var í gær skvett á hús Hannesar Smárasonar á Fjölnisvegi. Sjálfur var Hannes ekki heima þegar spjöllin voru unnin en starfslið hans kallaði skjótt til málara til að lagfæra skemmdirnar.

Við Fréttablaðið kvaðst starfsliðið telja að síður bæri að greina frá þessum atburði opinberlega þar sem það virtist einmitt vera það sem skemmdarvargurinn vonaðist eftir.

Eins og kunnugt er hefur Hannes ásamt fleirum kaupsýslumönnum legið undir ámæli í opinberri umræðu eftir hrun íslenska fjármálakerfisins. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×