Innlent

Risasnekkja við bryggju í Reykjavíkurhöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
The Apoise heitir snekkja sem lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í morgun. Snekkjan er án efa með þeim stærri sem hafa lagst að bryggju hér á landi í sumar en, samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hún 67 metrar á lengd og 13 metrar á breidd. Til samanburðar má nefna að varðskipið Týr er tæpir 66 metrar á lengd og 10 metrar á breidd.

The Apoise er í eigu Daves Ritchies, eiganda Ritchies uppboðsfyrirtækisins í Kanada. Samkvæmt upplýsingum frá hafnsögumönnum við Reykjavíkurhöfn er snekkjan á leið til Grænlands og mun þaðan halda aftur til Kanada.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×