Enski boltinn

Kinnear á batavegi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle.
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, er á batavegi eftir að hafa gengist undir þrefalda hjáveituaðgerð á hjarta.

Aðgerðin var framkvæmd á föstudaginn síðastliðinn og er búist við því að tveir mánuðir líði áður en að Kinnear geti snúið aftur til starfa.

Chris Hughton, knattspyrnustjóri liðsins í fjarveru Kinnear, segir að Kinnear sé á góðum batavegi.

„Allar fréttir sem við höfum fengið eru góðar fréttir," sagði Hughton. „Hann er komið í sitt eigið herbergi og bataferlið gengur vel."

Enn fremur sagðist Hughton hafa rætt við Kinnear í síma en lítið um starfið enda stutt síðan hann fór í aðgerðina. Hughton átti þó von á því að fá símtöl frá Kinnear í tíma og ótíma um framgöngu liðsins áður en langt um líður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×