Lífið

Íslensku tónlistarverðlaunin: Sigur Rós höfundar ársins

Sigur Rós
Sigur Rós

Hljómsveitin Sigur Rós hlaut fyrir stundu nafnbótina höfundur ársins á íslensku tónlistarverðlaunum sem fara fram í beinni útsendingu á Rúv. Það var hljómsveitin dr. Spock sem hóf kvöldið en Valgeir Guðjónsson er kynnir.

Björk Guðmundsdóttir hlaut fyrr í kvöld verðlaun fyrir myndand ársins. Verðlaunin fara fram í í stúdíói Rúv í Efstaleiti og eru afslappaðri en áður að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar formanns Samtóns.

Lagið „Þú komst við hjartað í mér,“ eftir Togga, Bjarka Jónsson og Pál Óskar var valið lag ársins auk þess sem Emiliana Torrini var valin rödd ársins.

Þá var plata Sigur Rósar Með suð í eyrum við spilum endalaust valin plata ársins.

 



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.