Lífið

Carreras hættur að syngja óperur

Jose Carreras segir of erfitt orðið að taka þátt í óperuuppfærslum. Mynd/ AFP.
Jose Carreras segir of erfitt orðið að taka þátt í óperuuppfærslum. Mynd/ AFP.

Spænski tenórinn Jose Carreras tilkynnti í dag að hann væri hættur að syngja í óperuuppfærslum. Carreras, sem er 62 ára, varð heimsfrægur sem einn tenóranna þriggja þegar hann söng með Luciano Pavarotti og Placido Domingo.

Carreras segir í viðtali sem breska blaðið Times birtir í dag að það sé orðið honum of erfitt að taka þátt í uppfærslum á óperum. Hann geti ekki mætt þeim kröfum sem slíkt geri til hans. Hins vegar geti hann áfram sungið á einstaka tónleikum og ætli að gera það.

Þar með er hinn 71 árs gamli Placido Domingo einn eftir af tenórunum þremur sem syngur áfram í óperum á sviði en Pavarotti lést af völdum krabbameins í brisi í september 2007.

Carreras sótti Ísland heim í september 2001 og söng þá með Diddú, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Kór Íslensku óperunnar á stórtónleikum í Laugardalshöll. Rúmum þremur árum síðar, eða í mars 2005 söng síðan félagi hans Domingo á tónleikum í Egilshöll.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.