Fótbolti

Sex ára gamall "Zidane" leikur listir sínar (myndband)

Hann er aðeins sex ára gamall, en er líklega betri í fótbolta en þú. Þessi litli gutti heitir Madin Mohammad og kemur frá Alsír.

Drengurinn hefur vakið gríðarlega athygli fyrir boltafimi sína og sagt er að bæði Real Madrid og Chelsea séu að fylgjast náið með honum.

Mohammad er fæddur í Alsír en er fluttur til Frakklands þar sem hann er á styrk frá franska knattspyrnusambandinu og hefur því eðlilega verið líkt við goðsögnina Zinedine Zidane.

Myndbönd sem sýna drenginn leika listir sínar er að finna víða í netheimum en ekki er langt síðan Manchester United tryggði sér samning við níu ára gamla undrabarnið Rhain Davis sem fæddist á Englandi en bjó í Ástralíu.

Sagt er að United hafi sett sig í samband við foreldra leikmannsins eftir að hafa skoðað myndband af honum á YouTube.

Smelltu hér eða hér til að sjá Mohammad litla leika listir sínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×