Erlent

Grunaðir um að ætla með sprengjur í gosflöskulíki í flug

Teikning frá réttarhöldunum.
Teikning frá réttarhöldunum. MYND/Julia Quenzler

Átta íslamskir öfgamenn eru fyrir rétti í London, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk með því að lauma heimatilbúnum sprengjum í gervi gosdrykkja um borð í farþegaflugvélar sem flygju frá London til Bandaríkjanna og Kanada.

Saksóknari heldur því fram að tveir menn í Englandi hafi valið hópinn og hafi þeir lotið stjórn skipuleggjenda í Pakistan. Óeinkennisklæddir lögreglumenn höfðu fylgst með hópnum vikum saman þegar látið var til skarar skríða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×