Lífið

Undirbýr sig fyrir Playboy-tökuna

Ornella Thelmudóttir.
Ornella Thelmudóttir.

„Það gengur mjög vel. Ég er að fara í töku hjá ljósmyndara sem heitir Toni Miret," svarar Ornella Thelmudóttir fyrirsæta sem er stödd í Barselóna þegar Vísir spyr hana frétta.

„Hann hefur myndað fyrir Gucci, Aramani, Nina Ricci og unnið með Elite skrifstofunni í einhvern tíma. Hann er ljósmyndari og fatahönnuður."

„Það er fátt betra en að geta setið fyrir hjá svona stórum manni þegar maður er módel," segir Ornella.

„Allavega þá gengur allt mjög vel miðað við að ég er nánast nýkomin út," segir Ornella.

„Playboy-takan verður tekin upp í næsta mánuði í Bretlandi svo að þetta er allt að koma saman," segir Ornella.

„Annars er ég bara að njóta þess að vera hér. Ég fer í „casting" eða prufur nánast á hverjum degi. En síðan eftir það er maður bara nokkuð frjáls hérna."

„Ég er auðvitað búin að kynnast hinum módel stelpunum hérna. Við erum fjórar saman og hittumst eftir vinnu, förum út að borða og versla og svona. Þetta er bara gaman," segir Ornella að lokum áður en kvatt er.

Sjá heimasíðu ljósmyndarans Toni Miret hér.


Tengdar fréttir

Skoðaði Playboy 10 ára - myndband

„Þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var pínulítil. Ég skoðaði Playboy þegar ég var tíu ára," segir Ornella meðal annars í viðtali við Ísland í dag. „Ég byrjaði bara í þessu þegar ég var 15 ára en ekkert alvarlega mikið. Árið 2007 byrjaði ég að fara út og vann í Bandaríkjunum og kynntist þessu liðið. Þar er alls konar lið að vinna í kringum þetta," segir Ornella.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.