Erlent

Obama staðfestir endurreisnaráætlunina

Obama Bandaríkjaforseti staðfesti í gærkvöldi víðtæka endurreisnaráætlun fyrir bandarískt atvinnu- og fjármálalíf. Þrátt fyrir það varð hrun á mörkuðum vestanhafs.

Bandaríkjaþing samþykkti björgunarpakkann á föstudaginn en hann er upp á tæpa sjö hundruð og níutíu milljarða bandaríkjadala sem nemur um níutíu þúsund milljörðum íslenskra króna á gengi Seðlabankans í dag. Frumvarpið sem forsetinn staðfesti í gærkvöldi felur í sér meðal annars aukin útgjöld til vegaframkvæmda og löggæslu og lægri skatta af bíla- og fasteignakaupum. Þar er einnig ákvæði um að fyrirtæki skuli frekar kaupa bandarískt hráefni til framleiðslu sem hefur vakið mikla reiði meðal erlendra viðskiptaþjóða þó svo að því hafi verið breytt nokkuð vegna gagnrýni.

Björgunarpakkinn er sagðu fela í sér einhver mestu útgjöld hvað eina áætlun varðar sem bandaríska ríkið hafi nokkru sinni hafa lagt út í. Eftir undirritunina lagði Obama áherlsu á að með björgunarpakkanum væri ekki bundinn endir á efnahagleg vandræði Bandaríkjamanna. Meira þyrfti að koma til en björgunaráætlunin væri uppahfið að lokum yfirstandandi vandræðatímabils.

Hrun varð á mörkuðum vestanhafs í gær þrátt fyrir að forsetinn hafi staðfest frumvarpið. Dow Jones vísitalan féll um nærri fjögur prósent sem er mesta fall í kauphöllinni í New York í þrjá mánuði. Ástæðan þess er sögð uggur með almennings um þróun efnahagsmála í Bandaríkjunum. Þó er spáð einhverri uppsveiflu þegar opnað verður fyrir viðskipti síðar í dag. Hlutabréf féllu einnig í verði í Evrópu í gær og niðursveifla varð á Asíumörkuðum í nótt og í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×