Erlent

Landamærin að Gaza ekki opnuð að sinni

Ísraelar ætla ekki að opna landamærin að Gaza fyrr en Hamas-samtökin hafi tryggt að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit verði látinn laus úr haldi. Herskáir Palestínumenn tóku Shalit höndum við landamærin að Gaza í júní 2006.

Fráfarandi ríkisstjórn Ísraels tilkynnti laust fyrir fréttir að ekkert yrði af opnun landamæranna án þess að Shalit fengi frelsi. Egyptar hafa frá lokum átakanna á Gaza reynt að miðla málum milli Ísraela og Hamas-liða og liðka fyrir samning um varanlegt vopnahlé og að landamærin að Gaza verði opnuð.

Krafan um lausn Shalits er viðbót við þær samningaviðræður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×