Erlent

Heyrði systur sína myrta gegnum símann

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hassan-hjónin meðan allt lék í lyndi.
Hassan-hjónin meðan allt lék í lyndi. MYND/Reuters/Bridges TV

Hugsanlegt er að systir konunnar í Buffalo, sem talið er að hafi verið hálshöggvin af múslimskum eiginmanni sínum, hafi verið að ræða við hana í síma þegar maðurinn réð hana af dögum.

Hinn grunaði rekur múslimasjónvarpsstöð í New York-ríki. Systirin býr í Suður-Afríku og segist hafa verið að tala við systur sína í símann og um leið heyrt hana reyna að róa mann sinn. Því næst hafi hún heyrt hávaða og eitthvað sem líktist því að systir hennar reyndi með erfiðismunum að ná andanum. Eiginmaðurinn tilkynnti sjálfur um andlát konunnar og var handtekinn á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×