Erlent

Sendir 17.000 hermenn til Afganistan

Guðjón Helgason skrifar
Bandaríkjamenn ætla að senda sautján þúsund hermenn til Afganistan til viðbótar þeim þrjátíu þúsund sem fyrir eru í landinu. Bandaríkjaforseti vill herða baráttuna gegn Talíbönum og draga úr umsvifum í Írak.

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hafa verið með herlið í Afganistan síðan 2001 þegar Talíbönum var komið frá völdum. Talíbanar hafa styrkt stöðu sína í landinu síðustu misseri og segir Barack Obama Bandríkjaforseti nauðsynlegt að fjölga í herliðinu til að stöðva þá þróun.

Svo virðist sem ákvörðun Obama hafi glatt Karzai forseta Afganistans mjög.Samskipti forsetanna hafa verið nokkuð stirð frá valdaskiptunum í Washington. Obama sagður álíta Karzai veikan leiðtoga og Karzai svarað með beittri gagnrýni á aðgerðir bandarískra hermanna í Afganistan sem hafi kostað fjölmörg mannslíf.

Nú síðdegis sagði Karzai að endir væri buninn á spennu milli landanna. Bandarískar hersveitir muni hafa samráð við afganskar um aðgerðir geng Talíbönum og öðrum uppreisnarhópum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×