Óvænt útspil Dylans 7. maí 2009 01:00 Bob Dylan Together Through Life er hraðsoðnari og kæruleysislegri en við eigum að venjast. Þó að það séu ekki nema tæp þrjú ár síðan Bob Dylan-platan, Modern Times kom út þá er karlinn samt mættur með nýja. Together Through Life var tekin upp í október síðastliðinn og er 33ja plata Dylans. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Einhvern tímann á síðasta ári hafði franski kvikmyndaleikstjórinn Olivier Dahan samband við Bob Dylan og bað hann um tónlist fyrir myndina My Own Love Song sem hann var að vinna að. Hann vantaði sérstaklega ballöðu sem aðalkarlpersóna myndarinnar átti að syngja undir lok hennar. Dylan hafði séð kvikmynd Dahans um Edith Piaf, kunni vel að meta hana og ákvað þess vegna að slá til. Umbeðið lag, Life is Hard, er á nýju Dylan-plötunni Togehter Through Life sem kom út í síðustu viku, en platan öll varð til í framhaldi af þessu kvikmyndatónlistarverkefni. Platan er komin út, en kvikmyndin verður frumsýnd seinna á árinu.Tex-Mex og blúsrokk í anda Chess-útgáfunnarTogether Through Life er ólík síðustu Dylan-plötum, Love & Theft (2001) og Modern Times (2006). Auk meðlima úr tónleikabandi Dylans spila harmonikkuleikarinn David Hidalgo (úr Los Lobos) og gítarleikarinn Mike Campbell (úr hljómsveit Tom Petty, The Heartbreakers) stór hlutverk. Tónlistin er á köflum mjög Tex-Mex skotin enda er harmonikkan áberandi á henni, en hljómurinn minnir líka stundum á gamalt blúsrokk frá sjötta og sjöunda áratugnum. Níu af tíu lögum plötunnar eru samin af Dylan og Robert Hunter sem er þekktastur fyrir að hafa verið mikill vinur Jerry Garcia og náinn samstarfsmaður Grateful Dead. Hunter samdi mikið af textum fyrir Dead og hann á greinilega sinn hlut í textagerðinni á Together Through Life. Platan er léttvægari heldur en hin útpælda og tilkomumikla Modern Times, en þetta er samt fín Dylan-plata sem sýnir að karlinn er enn að koma á óvart. Eftir Victoria Secret-auglýsinguna þá ætti kannski ekkert að koma manni á óvart þegar Dylan er annars vegar, en maður átti samt ekki von á því að hann mundi snara fram svona hraðsoðinni og kæruleysislegri plötu. Aldrei getað samið poppDylan er þekktur fyrir að veita fá viðtöl og svara stundum löngum spurningum með eins atkvæðis orðum. Hann er hins vegar mjög ræðinn í viðtalinu sem hann veitti Bill Flanagan nýlega og finna má á opinberu vefsvæði Dylans www.bobdylan.com. Þar ræðir hann óvenju frjálslega um nýju plötuna, viðrar skoðanir sínar á mönnum og málefnum og talar um ferilinn og stöðuna í dag. Hann tjáir sig meðal annars um Barack Obama og Rolling Stones og tónlistarmenn sem hafa haft áhrif á hann í gegnum áratugina. Hann nefnir Jimmy Buffett, Gordon Lightfoot, Warren Zevon, Randy Newman, John Prine og Guy Clarke sem sína uppáhalds lagasmiði og segir að hann sjálfur gæti ekki búið til „það sem kallað er popptónlist“ þótt hann reyndi. Þegar Flanagan minnir hann á að hann hafi nú selt yfir hundrað milljónir platna þá svarar Dylan: „Ég veit. Það er mér ráðgáta líka!“ Frábært viðtal sem allir aðdáendur ættu að lesa. Góðir aukabitarNýja Dylan-platan er fáanleg í nokkrum útgáfum. Hún er til sem einfaldur geisladiskur, sem tvöföld vínylplata og svo í þrefaldri viðhafnarútgáfu sem samanstendur af plötunni sjálfri, aukadiski með einum þætti af útvarpsþættinum Theme Time Radio Hour og DVD-diski með viðtali við Roy Silver sem var fyrsti umboðsmaður Dylans. Dylan gerði tíu klukkustundarlanga þemaútvarpsþætti og sá sem við fylgir með hér ber nafnið „Friends & Neighbours“. Flottur þáttur sem sýnir hvað Dylan er skemmtilegur útvarpsmaður. Tónlistin er vel valin, en kynningarnar eru það sem gerir gæfumuninn. Viðtalið við Roy Silver er líka vel þegið þannig að þessir tveir aukabitar ættu ekki að valda Dylan-nördum vonbrigðum. Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Þó að það séu ekki nema tæp þrjú ár síðan Bob Dylan-platan, Modern Times kom út þá er karlinn samt mættur með nýja. Together Through Life var tekin upp í október síðastliðinn og er 33ja plata Dylans. Trausti Júlíusson lagði við hlustir. Einhvern tímann á síðasta ári hafði franski kvikmyndaleikstjórinn Olivier Dahan samband við Bob Dylan og bað hann um tónlist fyrir myndina My Own Love Song sem hann var að vinna að. Hann vantaði sérstaklega ballöðu sem aðalkarlpersóna myndarinnar átti að syngja undir lok hennar. Dylan hafði séð kvikmynd Dahans um Edith Piaf, kunni vel að meta hana og ákvað þess vegna að slá til. Umbeðið lag, Life is Hard, er á nýju Dylan-plötunni Togehter Through Life sem kom út í síðustu viku, en platan öll varð til í framhaldi af þessu kvikmyndatónlistarverkefni. Platan er komin út, en kvikmyndin verður frumsýnd seinna á árinu.Tex-Mex og blúsrokk í anda Chess-útgáfunnarTogether Through Life er ólík síðustu Dylan-plötum, Love & Theft (2001) og Modern Times (2006). Auk meðlima úr tónleikabandi Dylans spila harmonikkuleikarinn David Hidalgo (úr Los Lobos) og gítarleikarinn Mike Campbell (úr hljómsveit Tom Petty, The Heartbreakers) stór hlutverk. Tónlistin er á köflum mjög Tex-Mex skotin enda er harmonikkan áberandi á henni, en hljómurinn minnir líka stundum á gamalt blúsrokk frá sjötta og sjöunda áratugnum. Níu af tíu lögum plötunnar eru samin af Dylan og Robert Hunter sem er þekktastur fyrir að hafa verið mikill vinur Jerry Garcia og náinn samstarfsmaður Grateful Dead. Hunter samdi mikið af textum fyrir Dead og hann á greinilega sinn hlut í textagerðinni á Together Through Life. Platan er léttvægari heldur en hin útpælda og tilkomumikla Modern Times, en þetta er samt fín Dylan-plata sem sýnir að karlinn er enn að koma á óvart. Eftir Victoria Secret-auglýsinguna þá ætti kannski ekkert að koma manni á óvart þegar Dylan er annars vegar, en maður átti samt ekki von á því að hann mundi snara fram svona hraðsoðinni og kæruleysislegri plötu. Aldrei getað samið poppDylan er þekktur fyrir að veita fá viðtöl og svara stundum löngum spurningum með eins atkvæðis orðum. Hann er hins vegar mjög ræðinn í viðtalinu sem hann veitti Bill Flanagan nýlega og finna má á opinberu vefsvæði Dylans www.bobdylan.com. Þar ræðir hann óvenju frjálslega um nýju plötuna, viðrar skoðanir sínar á mönnum og málefnum og talar um ferilinn og stöðuna í dag. Hann tjáir sig meðal annars um Barack Obama og Rolling Stones og tónlistarmenn sem hafa haft áhrif á hann í gegnum áratugina. Hann nefnir Jimmy Buffett, Gordon Lightfoot, Warren Zevon, Randy Newman, John Prine og Guy Clarke sem sína uppáhalds lagasmiði og segir að hann sjálfur gæti ekki búið til „það sem kallað er popptónlist“ þótt hann reyndi. Þegar Flanagan minnir hann á að hann hafi nú selt yfir hundrað milljónir platna þá svarar Dylan: „Ég veit. Það er mér ráðgáta líka!“ Frábært viðtal sem allir aðdáendur ættu að lesa. Góðir aukabitarNýja Dylan-platan er fáanleg í nokkrum útgáfum. Hún er til sem einfaldur geisladiskur, sem tvöföld vínylplata og svo í þrefaldri viðhafnarútgáfu sem samanstendur af plötunni sjálfri, aukadiski með einum þætti af útvarpsþættinum Theme Time Radio Hour og DVD-diski með viðtali við Roy Silver sem var fyrsti umboðsmaður Dylans. Dylan gerði tíu klukkustundarlanga þemaútvarpsþætti og sá sem við fylgir með hér ber nafnið „Friends & Neighbours“. Flottur þáttur sem sýnir hvað Dylan er skemmtilegur útvarpsmaður. Tónlistin er vel valin, en kynningarnar eru það sem gerir gæfumuninn. Viðtalið við Roy Silver er líka vel þegið þannig að þessir tveir aukabitar ættu ekki að valda Dylan-nördum vonbrigðum.
Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira