Innlent

Jákvæð á að bankasamningurinn geti gengið eftir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var í samtali við CNBC í dag.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var í samtali við CNBC í dag.
„Við teljum þetta vera í góðum anda og erum jákvæð á að þetta geti gengið eftir," sagði Steingrímur J. Sigfússon í þættinum Europe Tonight á sjónvarpsstöðinni CNBC. Þar ræddi Steingrímur um samning ríkisins við skilanefndirnar, sem snýst meðal annars um það að Gamli Kaupþing eignast tæp 90% í Nýja Kaupþingi og Gamli Glitnir eignast Íslandsbanka að fullu.

Steingrímur sagði í samtali við Europe Tonight að verið væri að skapa heilbrigða bankastarfsemi á innanlandsmarkaði. Það væri mikilvægt svo að bankarnir gætu lagt sitt af mörkum við enduruppbyggingu atvinnulífsins á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×