Íslenski boltinn

Hjálmar framlengdi við Fram

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjálmar í leik gegn KR.
Hjálmar í leik gegn KR.

Framarar fengu gleðitíðindi í dag þegar Hjálmar Þórarinsson skrifaði undir nýjan samning við félagið.

Nýi samningurinn er til ársins 2011.

Hjálmar hefur verið í herbúðum Fram frá árinu 2007 og verið einn besti leikmaður liðsins síðustu sumur.

Framherjinn er uppalinn Þróttari og lék um tíma í Skotlandi með Hearts.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×