Innlent

Samtök atvinnulífsins sátt við erlent eignarhald bankanna

Sigríður Mogensen skrifar
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að með aðkomu erlendra aðila að íslensku bönkunum sé fyrsta skrefið tekið í þá átt að tryggja traust á efnahagslífinu á nýan leik. Samkomulagið hafi í för með sér að erlendir kröfuhafar gangi í lið með Íslandi.

Eins og greint hefur verið frá bendir allt til þess að erlendir aðilar muni eignast Kaupþing og Íslandsbanka. Í raun munu skilanefndir Glitnis og Kaupþings fara með hluti þeirra í nýju bönkunum og má því segja að erlendir kröfuhafar verði óbeinir eigendur bankanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×