Íslenski boltinn

Ingvar Kale enn meiddur - Sigmar í markinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ingvar Kale er meiddur og leikur ekki í kvöld. Mynd/Stefán
Ingvar Kale er meiddur og leikur ekki í kvöld. Mynd/Stefán

Sigmar Ingi Sigurðsson mun verja mark Breiðabliks í kvöld þegar liðið heimsækir Þrótt í Pepsi-deildinni en Fótbolti.net greinir frá þessu. Ingvar Kale meiddist í sigurleiknum gegn Grindavík á dögunum og er ekki klár í slaginn.

Sigmar er 26 ára gamall en í fyrra var hann varamarkvörður hjá Hvöt á Blönduósi og lék einn leik með liðinu í 2. deildinni. Árið þar á undan varði hann mark ÍH í 2. deildinni.

Sigmar er uppalinn Bliki og hefur verið varamarkvörður liðsins í sumar. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild þegar hann kom inn sem varamaður gegn Grindavík en hann átti eina frábæra markvörslu í þeim leik.

Þá má þess geta að sóknarmaðurinn Guðmundur Pétursson verður í leikmannahópi Breiðabliks í kvöld en hann hefur verið lánaður til Kópavogsliðsins frá KR. Leikur Þróttar og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 á Valbjarnarvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×