Innlent

Boðið upp á þyrluferðir til Vestmannaeyja

Þyrla. Þess má geta að þessi þyrla tengist fréttinni ekki á neinn hátt.
Þyrla. Þess má geta að þessi þyrla tengist fréttinni ekki á neinn hátt.

Norðurflug býður upp á þyrluflug frá Bakka til Vestmannaeyja yfir Þjóðhátíð í eyjum um verslunarmannahelgina. Þetta kemur fram á vefsíðu eyjamanna, eyjar.net.

Samkvæmt eyjum.net þá verður byrjað að fljúga eftir hádegi á fimmtudeginum fyrir verslunarmannahelgina og allan föstudaginn. Svo verður flogið til baka eftir hádegi á mánudeginum.

Það kostar tíu þúsund krónur að fljúga með þyrlunni aðra leið en hún tekur átta manns í hverri ferð.

Frekari upplýsingar má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×