Innlent

Vann forritunarkeppni og fékk vinnu

Ásgeir Bjarni Ingvarsson tekur við verðlaununum af Ágústi Einarssyni framkvæmdastjóra TM Software.
Ásgeir Bjarni Ingvarsson tekur við verðlaununum af Ágústi Einarssyni framkvæmdastjóra TM Software.

Metfjöldi tók þátt í forritunarkeppni TM Software en fyrstu verðlaunin eru sumarstarf hjá fyrirtækinu. Alls tóku 63 keppendur þátt að þessu sinni.

Það var forritarinn og neminn Ásgeir Bjarni Ingvarsson hreppti fyrsta sætið og hlaut sumarvinnu hjá TM Software ásamt úttekt í verslun Nýherja Borgartúni. Ásgeir er nemi við Háskóla Íslands og er á fyrsta ári.

Jón Ingi Sveinbjörnsson hafnaði í öðru sæti en hann hlaut einnig gjafabréf í verslun Nýherja í verðlaun. Ásgeir er nemandi við Háskóla Reykjavíkur.

Forritunarkeppni TM Software fyrir háskólanema var haldin nú í þriðja sinn. Að þessu sinni glímdu keppendur við að samþætta upplýsingakerfi.

Eftir að lausninni var skilað þurftu þátttakendur að kynna sína lausn og verja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×