Innlent

Mansalsmál: Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.
Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm Litháum og einum Íslendingi síðar í dag, en þeir hafa setið í varðhaldi í tengslum við rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi, meðal annars mansali og tryggingarsvikum.

Mennirnir voru dæmdir í vikulangt gæsluvarðhald þann 28.október síðast liðinn sem rennur út í dag. Búast má við að varðhaldið verði framlengt um viku yfir öllum mönnunum. Málið er nokkuð umfangsmikið og er unnið allan sólarhringinn þessa dagana að sögn lögreglu og miðar rannsókn vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×