Lífið

Top Gun gyðja er lesbía

Kelly er á lausu.
Kelly er á lausu.

Leikkonan Kelly McGillis, 51 árs, hefur staðfest að hún er lesbía.

Kelly, sem hlaut heimsfrægð þegar hún lék á móti Tom Cruise í kvikmyndinni Top Gun, hefur undanfarin ár verið á síðum slúðurmiðla þar sem því var oftar en ekki haldið fram að hún væri samkynhneigð.

Kelly kom út úr skápnum og játaði kynhneigð sína á vefsíðunni SheWired.com.

Kelly á tvær dætur, Kelsey, 19 ára, og Sonora, 16 ára, með milljónamæringnum Fred Tillian sem hún var gift í 13 ár. Þau skildu árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.