Lífið

Dæmdur fyrir að ofsækja Tyru Banks

Tyra Banks sagði við lögregluna að henni stæði ógn af manninum.
Tyra Banks sagði við lögregluna að henni stæði ógn af manninum.
Tæplega fertugur karlmaður frá Georgíufylki í Bandaríkjunum var í dag dæmdur fyrir að ofsækja súpermódelið Tyru Banks. Maðurinn, sem heitir Brady Green, hafði fullyrt við lögregluna að hann og Tyra ættu í ástarsambandi. Lögreglan taldi skýringar hans ekki trúverðugar enda hafði Tyra sagt að hún væri hrædd við hann. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að níutíu daga fangelsi en refsing mannsins verður ekki ákveðin fyrr en 18. júní næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.