Lífið

Nostalgía fyrir Britpoppara

Britpop-áranna minnst Jarvis Cocker og félagar í Pulp eru meðal þeirra banda sem eiga lag á safndisknum Common People: The Britpop Story.
Nordicphotos/Getty
Britpop-áranna minnst Jarvis Cocker og félagar í Pulp eru meðal þeirra banda sem eiga lag á safndisknum Common People: The Britpop Story. Nordicphotos/Getty

Britpop-aðdáendur geta merkt við 8. júní á dagatölunum sínum og farið að hlakka til. Þá verður gefinn út þriggja diska safndiskur, Common People. The Britpop Story, með flestum af þekktustu hljómsveitum þessa eftirminnilega tímabils.

Á safndisknum verður að finna lög með Pulp, The Stone Roses, Super Furry Animals og Super-grass svo fáeinar séu nefndar. Hins vegar vekur athygli að hvorki Blur né Oasis eiga þar lög. Þau bönd þóttu einmitt aðalböndin á Brit-árunum á tíunda áratug síðustu aldar.

Veglegur bæklingur fylgir þessari útgáfu. Textann skrifar Bob Stanley úr Saint Etienne en hann skrifaði fyrir Melody Maker á þessum tíma.

Meðal annarra eftirminnilegra og minna þekktra banda sem eiga lög á disknum eru: Elastica, The Auteurs, James, Dodgy, Gene, Cast, Bluetones, The Boo Radleys, Menswear, Sleeper, Echobelly, Northern Uproar, Kula Shaker, Shed Seven og Catatonia.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.