Lífið

Ennþá ferskir eftir öll þessi ár

Samstarfið hjá þeim Dave Gahan, Martin Gore og Andrew Fletcher hefur aldrei gengið betur en í dag, enda Martin Gore hættur að drekka og dópa.
Samstarfið hjá þeim Dave Gahan, Martin Gore og Andrew Fletcher hefur aldrei gengið betur en í dag, enda Martin Gore hættur að drekka og dópa.

Það er engan bilbug að finna á ensku þremenningunum í Depeche Mode, en á dögunum sendu þeir frá sér sína tólftu hljóðversplötu, Sounds of the Universe. Trausti Júlíusson tékkaði á þessu lífseiga rafpoppbandi.

Það hafa líklega ekki margir búist við því þegar hljómsveitin Depeche Mode var stofnuð árið 1980 að hún ætti enn eftir að vera starfandi tæpum þrjátíu árum seinna. Tólfta hljóðversplata sveitarinnar, Sounds of the Universe, var að koma út og fram undan er risatónleikaferð sem hefst 6. maí í Lúxemborg og stendur í það minnsta til 6. febrúar 2010 þegar sveitin treður upp í Moskvu.

Essex-strákar
Depeche Mode hljómsveit
Forsaga Depeche Mode hófst árið 1977 í Basildon í Essex þegar þeir Andrew Fletcher og Vince Clarke stofnuðu hljómsveitina No Romance in China. Þeir gengu í gegnum nokkrar mannabreytingar á næstu þremur árum og skiptu oft um nafn. Saman eða hvor í sínu lagi reyndu þeir meðal annars fyrir sér sem The French Look og Composition of Sound og árið 1979 bættist Martin Gore í hópinn. Eftir að Vince Clarke heyrði Dave Gahan syngja David Bowie-lagið Heroes var hann ráðinn og Depeche Mode varð til. Nafnið fengu þeir frá franska tískublaðinu Dépêche mode. Speak & SpellHljómsveitin gerði samning við Mute Records (sem gefur verk hennar út enn í dag) og í nóvember 1981 kom fyrsta plata sveitarinnar, Speak & Spell. Hún seldist vel, en fékk misjafna dóma. Sumum gagnrýnendum þótti þetta heldur þunnfljótandi og léttvægt. Eftir útkomu plötunnar hætti Vince Clarke, sem hafði verið aðallagasmiður sveitarinnar. Hann stofnaði Yazoo með Alison Moyet og seinna Erasure með Andy Bell. Depeche Mode hélt samt ótrauð áfram og snemma árs 1982 gekk Alan Wilder til liðs við sveitina. Hann var meðlimur allt til 1995, en síðan hefur Depeche Mode verið tríó. Metsöluplötur og stórtónleikarVinsældir Depeche Mode jukust jafnt og þétt á níunda áratugnum. Plötur eins og Some Great Reward frá 1984, Music for the Masses (1987) og Violator (1990) seldust vel og hljómsveitin varð sífellt stærra tónleikanúmer. Eftir mikla leikvanga-tónleikaferð árið 1998 tók sveitin sér þriggja ára hlé en sneri svo aftur árið 2001 með plötuna Exciter sem þótti sýna að sveitin væri enn í fullu fjöri. Árið 2005 kom Playing the Angel og nú er plata númer tólf komin út. Góður mórallSounds of the Universe er í þessum sígilda Depeche Mode-stíl, en hljómar samt furðu fersk. Sándið er mjög flott og þeir félagar eiga greinilega ekki í vandræðum með lagasmíðarnar. Sveitin hefur gengið í gegnum eitt og annað á ferlinum og það hefur oft reynt á samstarfið. Þeir segja samt að það hafi sjaldan gengið betur en í dag. Martin Gore er loksins hættur að drekka og dópa og Dave Gahan er orðinn afslappaðri og er að eigin sögn hættur að hafa það á heilanum hvað hann komi mörgum lögum eftir sig á næstu Depeche Mode-plötu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.